Reykingar föður alvarlegar fyrir getnað

Reyki faðir fyr­ir getnað barns, einkum ef hann byrjaði að reykja fyr­ir 15 ára ald­ur, eru af­kom­end­ur hans mun lík­legri að hafa minnkaða lungn­a­starf­semi, ast­ma og of­næmi. Þetta er meðal þess sem komið hef­ur fram í Evr­ópu­rann­sókn­inni Lungu og heilsa en fjórða lota rann­sókn­ar­inn­ar er nú að hefjast.

Publisert 27.04.2022
Nærbilde av ansikt i profil, skjeggete hakeparti og røyk som kommer ut mellom leppene mot svart bakgrunn. Foto
Ill/ foto: Coulourbox
Að sögn Bryn­dís­ar Bene­dikts­dótt­ur, heim­il­is­lækn­is og pró­fess­ors emer­it­us, átti þetta við jafn­vel þó svo hann hafi hætt að reykja fimm árum fyr­ir getnað barns­ins. Það sama átti við ef faðir hafði unnið við logsuðu eða verið ber­skjaldaður fyr­ir málm­guf­um fyr­ir getnað barns. Það sama átti ekki við ef faðir byrjaði að reykja eða vinna við logsuðu eft­ir fæðingu barns.

Ekki fund­ust sömu tengsl milli reyk­inga móður fyr­ir getnað. En ef föður­amma reykti á meðgöngu voru ömmu­börn­in henn­ar lík­legri til að hafa skerta lungn­a­starf­semi, ast­ma og of­næmi. Einnig kom í ljós að að ef faðir var í yfirþyngd sem barn og einkum kring­um kynþroska voru af­kom­end­ur hans lík­legri til að hafa skerta lungn­a­starf­semi og ast­ma. Lestu meira hér.​